333 - Bæn þína mæl að morgni
Bæn þína mæl að morgni,
mæl hana um hádags bil,
seg hana síðst að kvöldi
og sendu hana himins til.
Morgunbæn Herrann heyrir,
hádagsbæn svara kann,
kvöldbæn frá klökku hjarta
kemur í himins rann.
Bið hann því blítt að morgni,
bið hann við hádagssól,
kvöldbæn, þá klukkur hringja,
krjúp við hans náðarstól.
Höfundur lags: J. Pate
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson