329 - Að þínum vilja
Að þínum vilja, meistari minn,
mótaðu, ég er deigulmór þinn.
Í afli þínu alhreinsa mig,
óskiptur svo ég vegsami þig.
Að þínum vilja, meistari minn,
rannsaka mig og reyndu um sinn.
Mjöllinni hreinni þvoðu mig þá,
Því nú í lotning dvel ég þér hjá.
Að þínum vilja, meistari minn,
marinn og særður hjálp þína finn.
Vald þitt á jörð og himininn há,
helgun og lækning veit mér að sjá.
Að þínum vilja, meistari minn,
mátturinn alger stjórni mér þinn.
Andanum fyll, uns alheimur sér
eilífan Drottin búa í mér.
Höfundur lags: G. C. Stebbins
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson