327 - Að fullu og öllu

Að fullu og öllu ég fylgja vil þér,
minn frelsari, búðu, já, stöðugt í mér,
og eyddu því, Guð, sem að gerir þar spjöll.
Ó, ger mína sál eins og hreinustu mjöll.

Hreinustu mjöll, já, hreinustu mjöll.
Ó, ger mína sál eins og hreinustu mjöll.


Við krossinn ég staðnæmist, krýp þar og bið.
Ó, kom þú nú sjálfur og veittu mér lið,
mér finnst oft í götunni geigvænleg fjöll.
Ó, ger mína sál eins og hreinustu mjöll.


Höfundur lags: W. G. Fischer
Höfundur texta: Höf. ókunnur