25 - Til hæða lyftu huga mínum

Til hæða lyftu huga mínum
í himindýrðarveldin þín.
Veit mér af æðri sólar sýnum
þann sindurljóma' er aldrei dvín.
Lyft mér upp í þinn geislageim,
svo geti' eg blessað þennan heim.

Lát orð þitt mína tungu tala,
túlkaðu vitund þína' í mér.
Lát andblæ hárra himinsala
í húsi mínu dvelja hér.
Lát bæði hug og hjarta mitt,
svo geti' eg blessað þennan heim.

Ég vil þér, sjálfum Drottni, deyja,
Drottinn svo lifi rétt í mér.
Ég vil með Drottins augum eygja
og álykta sem Drottni ber
sem verkfæri í hendi hans
og hollþjónn hvers einasta manns.


Höfundur lags: G. Neumark
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson