326 - Þú Guð, sem stýrir
Þú, Guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu hjarta' að hugsa gott
og hyggja' að vilja þínum,
og má þú hvern þann blett í brott,
er býr í huga mínum.
Stýr mínni tungu að tala gott
og tignar þinnar minnast,
lát aldrei baktal, agg né spott
í orðum mínum finnast.
Stýr minni hönd að gjöra gott,
að gleði' eg öðrum veiti,
svo breytni mín þessi beri vott,
að barn þitt gott ég heiti.
Stýr mínum fæti' á friðar veg
svo fótspor þín ég reki
og sátt og eining semji ég,
en sundrung aldrei veki.
Stýr mínum hag til heilla mér
og hjálpar öðrum mönnum,
en helst og fremst til heiðurs þér
í heilagleika sönnum.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
Höfundur lags: W. Gardiner
Höfundur texta: Valdimar Briem