316 - Ó, alheims faðir
Ó, alheims faðir, fyrirgef
vort fákænlega ráð.
Vorn endurlífga innri mann
til upphafs þess, er skópstu hann:
Að dýrka Drottinn Guð,
að dýrka Drottinn Guð.
Í sömu trú og fyrstu
lærisveinar sýndu hér,
þá kall þitt oss að eyrum ber,
gef orðalaust upp rísum vér
og fúsir fylgjum þér,
með fúsleik fylgjum þér.
Í hvíldardagsins helgri ró
í hæðum landsins sást vor
Drottinn biðja, beygja kné
og birta eilífðanna vé
með ódauðlegri ást,
með ódauðlegri ást.
Lát friðar daggir falla‘ á oss,
vort fjarlæg innra stríð.
Send heilög áhrif himnum frá,
lát hug vorn greina, játa‘ og sjá,
hve blessun þín er blíð,
hve blessun þín er blíð.
Lát kyrra innra ólgurót
þíns undrafriðar dóm.
Lát þagga holdleg hyggjumál,
lát heyrast gegnum ógna bál
þíns Heilags anda óm,
þíns Heilags anda óm.
Höfundur lags: C. H. H. Parry
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson