313 - Leið þú mig

Leið mig Drottinn sérhvern dag,
Drottinn samkvæmt þínum hag,
hreinan, sannan sífellt ger,
sýndu, hvað mér gera ber.

Ef mig hendir hætta bráð,
Herra, treysti á þitt ráð,
öruggt þá við þína hlið
Þinn mér veittu kærleiks frið.

Grimmileg að ef freisting fer,
faðir, styrk þinn veittu mér.
Ef ég uppi aleinn stend,
almáttug þín skýli hönd.

Allt það gott eg gjöra kann,
gjöra lát mig heims í rann,
sem þitt barn um eilífð þá
endalaust þér dvelja hjá.


Höfundur lags: G. C. Strattner
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson