312 - Mitt höfuð Guð ég hneigi

Mitt höfuð, Guð, ég hneigi,
að hjartað stíga megi
í bljúgri bæn til þín.
Lát heims ei glys mér granda,
en gef mér bænar anda,
og hjartans andvörp heyr þú mín.

Ég bið þig, faðir blíði,
um bót í lífsins stríði,
í Jesú nafni nú.
Í hæðir hjartað mænir,
þú heyrir allar bænir
í Jesú nafni' í Jesú trú.

Og þótt ég öðlist eigi,
gef ei ég þreytast megi
sem best að biðja þig.
Þú einn veist tíma' og tíðir,
ég treysti því um síðir
þú bænheyrir og blessir mig.

Og þótt ég öðlist eigi,
Gef ei ég kvarta megi,
né mögla móti þér.
Ég veit þú vilt hið besta
og víst ei lætur bresta
það neitt, er getur gagnað mér.

Og þótt ég öðlist eigi,
gef ei ég hugsa megi,
min bæn til einskis er.
Þótt ekkert annað fái' ég
í auðmýkt hjartans má ég
í von og trausti tengjast þér.

Sá andans. andardráttur
sé óslítandi þáttur
á milli mín og þín.
Þá barnslegt hjarta biður,
þín blessun streymir niður.
Ég fer til þín, kom þú til mín.


Höfundur lags: H. Isaak
Höfundur texta: Valdimar Briem