310 - Kæri faðir
Kæri faðir, kenndu mér að biðja,
kenndu mér að tala rétt við þig,
þá ég veit, að viltu æ mig styðja,
vera ljós á mínum ævistig.
Margt er það, sem hefi ég í hjarta
heita von og marga dulda þrá,
allt það vil ég leiða í ljós þitt bjarta
lífsins Guð að ráð þér fái' ég hjá.
Kenndu mér að kvaka' í raunum mínum,
kramin sál að huggun fái skjótt.
Grátið ef ég fæ í faðmi þínum,
fagra sól ég lít um miðja nótt.
Kenndu mér að þakka þér af hjarta,
þegar gleðisólin björt mér skín.
Er mig dauðans myrkrið sækir svarta,
síðsta stunan leiti upp til þín.
Höfundur lags: Salómon Heiðar
Höfundur texta: Friðrik Friðriksson