307 - Heyr oss, mikli himna faðir

Heyr oss, mikli himnafaðir,
helgri ásýnd til vor snú.
Synda bitur neyð oss nístir,
náð oss veit og auk oss trú.
Illsku mögnin erja víða,
ótta vekja, semja nauð,
frelsi ræna fella' í rústir,
fjötra, kvelja neita' um brauð.

Þú almættið eilíflega átt, vor Guð,
í hendi þér til að lækna þá, sem
lömun synda nauða hér.
Herra, léttu heiftar þungann,
harma sefa, þerra tár.
Láttu anda elsku þinni
yfir mannheims voða sár.

Lít því, Drottinn, lágt til jarðar,
líf í dauða veittu hér.
Synda myrkrið sjónir blindar,
sendu' oss ljósið, ljós frá þér.
Láttu himin ljómann hreina
lýsa og hreinsa mannkyns sál.
Kenndu vorri tungu að tala,
tala himins friðarmál.


Höfundur lags: T. J. Williams
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson