23 - Ó, minn Guð, hve yndislegir
Ó, minn Guð, hve yndislegir
eru þínir bústaðir.
Upp þar ljúkast lífsins vegir,
ljóssins blíðu náðardyr.
Þar ég leita þín og finn þig,
minn góði hirðirinn,
hjarta svala má þar mínu
mildu' af lífsins vatni þínu.
Þar er, Guð minn, gott að vera,
gott að lofa nafnið þitt,
fram að mega bljúgur bera
bænar andvarp jafnan sitt.
Æ þar, Jesús, orðin þín
endurkveða' í hjarta mín:
,,Faðir, þér ég þakkir segi,
þig, falst smælingjunum eigi”.
Heimsins speki, lægðu lundu,
lærisveinsins þiggðu kjör,
un hjá honum eina stundu,
á hans heyrðu falslaus svör
efa trúar öllum mót,
er þitt snarar hjarta' og fót.
Þú skalt fá að finna' og reyna
frelsi' og speki' er krossinn eina.
Höfundur lags: A. P. Berggreen
Höfundur texta: Stefán Thorarensen