305 - Gef þú mér hjarta
Gef þú mér hjarta, sem ekkert illt á til,
né þekkir dagfar spillt.
Vilja þinn kenn mér og visku ráð,
veittu mér kraft og náð.
Kom til mín, heilagi Herra,
heyr þú bæna kall mitt,
opna mér himinsins heima,
hjarta mér gef sem þitt.
Opna mér sjónir, að sjái ég,
sjái um Golgata heljarveg,
gerðu mitt líf af löstum frítt,
læknaðu hjarta mitt.
Lyftu mér upp í ljóssins hæð.
Lyftu mér ofar tímans smæð.
Helgaðu gjörvalt hugskot mitt,
hjarta mér gef sem þitt.
Höfundur lags: J. W. van Deventer
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson