298 - Í trúnni á góðan Guð

Í trúnni á góðan Guð
sig gleður önd mín
og eilífðar alfögnuð,
mér opnast víðsýn.
Ég óttast ei grimman gjóst,
því Guð mér skýlir
Ég veit að við vinarbrjóst
mín vitund hvílir.

Ég hvíli í jafnri ró
við Jesú hjarta,
í sorginni finn ég fró
og frelsið bjarta.
Þar ljómandi ljós mér skín
og lýsir niður
Guðs dýrðlega dögg til mín
hans djúpi friður.

Það aldanna bjarg hann er,
sem æ mér skýlir,
og sæl í hans sigri hér
mín sála hvílir.
Ég Satans ei hræðist her
né húmið svarta,
því verndarskjól vel ég mér


Höfundur lags: J. Pettersen
Höfundur texta: Þýð. ókunnur