292 - Ekkert myrkur

Ekkert myrkur. Ekkert lengur angrað fær.
Allt er fagurt dýrðar bál. Allt er sólskin.
Fyllir hug minn friður skær.
Fagur morgunn gleður sál.

Það er morgunn, það er gleði' í hjarta mér,
því að Jesús allar mínar byrðar ber.
Syng ég gleðisönginn minn:
Sjá þú Jesú, konung minn.
Það er morgunn, það er gleði' í hjarta mér.


Söngfuglanna syngja heyri sigurstef,
syngur gleði' í hjarta mér, því ég finn
að líf ég aftur eignast hef.
Ómar gleði' í hjarta mér.

Allan heiminn fegrar nálægð frelsarans,
fagran morgun til mín ber. Hverja skyldu
kanna' í ljósi kærleikans,
hvílík gleði' í hjarta mér.

Eilíf gleði, eign mín dýrst á engin bönd.
Allt er bjart í hjarta mér. Syngja mun ég
sönginn þann á sólarströnd,
syngur gleði' í hjarta mér.


Höfundur lags: A. H. Ackley
Höfundur texta: Björk