291 - Dásama, dásama, dásamleg stund

Dásama, dásama, dásamleg stund,
dagur sem gleymast ei má.
Reikað ég hafði í sorta og synd,
sorgin um hjarta mér lá.
Birtist mér Jesús, þá bauð hann mér fylgd,
blíður í kærleikans náð.
Hvílíkur vinur, hans fylgd var ég feginn
og fól honum líf mitt og ráð.

Himinn Guðs kom, ég fann hans undra frið,
er fól mig Jesú, krossinn kraup ég við.
Á burt var öll mín eymd, að eilífu synd mín gleymd.
Himinn Guðs kom, þá fékk mitt hjarta frið.


Nálgaðist krossinn, ég kraup þar í trú.
Kristur mér veitti sinn frið.
Af Andanum, fædd inn í fjölskyldu Guðs
fékk þar hin dýrustu grið.
Gaf hann mér líf sitt, mig læknaði' af synd,
lög hans í hjarta mér finn.
Leitast ég vil nú með lífi og tungu
að lofa þig frelsari minn

Nú á ég von sem að veitir mér þrek,
von sú er fögur og heið:
Dásamlegt heimili himins á strönd
heimsins þá endað er skeið.
Það kom allt til mín þann dásama dag
Drottni ég mætti á leið.
Veitti því móttöku, ljósinu, lífinu,
leiðin er örugg og greið.


Höfundur lags: J. W. Peterson
Höfundur texta: Björk