287 - Hve sæl, ó, hve sæl
Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund,
en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund.
Og dátt lék sér barnið um dagmála mund,
en dáið var og stirðnað um miðaftans stund.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og
brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
En gott átt þú, sál hver sem Guð veitir frið,
þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið.
Sem barn Guðs þú unir sem blómstur við sól,
þótt brotthætt sé sem reyrinn þitt lukkunarhjól.
Þótt lukkan sé brothætt, þó ljós þitt sé tál,
sá leitar þín, sem finnur og týnir engri sál.
Hve sæl, ó, hve sæl, er hver leikandi lund,
og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund.
Höfundur lags: A. P. Berggreen
Höfundur texta: Matthías Jochumsson