284 - Ég lifi' og ég veit

Ég lifi' og ég veit hve löng er mín bið,
ég lifi', uns mig faðirinn kallar,
ég lifi' og ég bíð, uns ég leysist í frið,
ég lifi sem farþegi sjóinn við,
uns ég heyri að Herrann mig kallar.

Ég dey, og ég veit, nær dauðann að ber,
ég dey þegar komin er stundin,
ég dey, þegar ábati dauðinn er mér,
ég dey þegar lausnin mér hentust er
og eilíf lífs upp spretta' er fundin.

Ég ferðast og veit hvar mín för stefnir á,
ég fer til Guðs himnesku landa,
ég fer, uns ég verð mínum frelsara hjá
og framar ei skilnaðar sorgin má
né annað ei ástvinum granda.

Ég lifi nú þegar í Drottni í dag, ég
dey svo að erfi ég lífið,
ég ferðast mót eilífum unaðarhag.
Hví er þá mín sál ei, með gleðibrag?
Ég á þegar eilífa lífið.


Höfundur lags: A. P. Berggreen
Höfundur texta: Stefán Thorarensen