273 - Sex daga enn
Sex daga enn er skundað skeið,
oss skín þess minning björt oog heið.
Því allt um kring vorn starfa stól
var stöðugt ljós frá Drottins sól.
Í helgri ró, hinn helga dag,
vér horfum yfir sólarlag
á dýrðarlandsins dýrðlegt svið,
þar Drottins Eden blasir við.
Hin milda hvíld oss minnir á
Guðs mikla ráð og verkin há,
og tendrar heilagt trúarljós
um tímans braut að dauðans ós.
Vor hvíldarstund er heilagt veð,
að himin gistum Jesú með,
og hún er gjöf frá Guði hrein,
sem geislum slær á tár og mein.
Því syngjum Guði lofsöngslag
með ljúfri þökk hvem hvíldardag,
og þegar neyð oss nærri fer,
til náðarstólsins lítum vér.
Höfundur lags: L. Mason
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli