269 - Heilaga hvíldarstund

Heilaga hvíldarstund, hjartanu kær,
endurnært enn á ný anda vorn fær.
Himneskt ber hnoss í mund
hvíldardags sérhver stund,
hvíldardags sérhver stund
hvíldardags stund.

Friðarins dagur dýr, Drottins vors gjöf,
lyftir þú lama önd lífs yfir töf.
Huggar og hressir lund
hvíldardags blessuð stund,
hvíldardags blessuð stund,
hvíldardags stund.

Endað þá allt vort útlegðar stríð,
brosir við við börnum Guðs bjartari tíð.
Himneskt ber hnoss í mund
hvíldardags eilíf stund,
hvíldardags eilíf stund,
hvíldardags stund.


Höfundur lags: L. Mason
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir