268 - Nú skín þinn dagur
Nú skín þinn dagur, góði Guð,
þín gefi blessuð náð,
að sálum verði sól og líf
þitt sanna hjálparráð,
þitt sanna hjálparráð.
Lát huggast mædda, góði Guð,
við glaða frelsis sól,
og geisla hennar gleðja lýð
um gervallt jarðarból,
um gervallt jarðarból.
Lát hvíldardaginn, góði Guð,
þá glæða kennd í sál,
að samstillt líf við lögmál þitt
sé lífs vors aðalmál,
sé lífs vors aðalmál.
Höfundur lags: N. Herman
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli