266 - Heilagi dagur

Heilagi dagur í háveldi árdagsins ljóma,
hjörtun þér fagna og losna úr veraldar dróma.
Hvíld þín er kær,
komum vér hástólnum nær.
Edens þar hlustum á hljóma,

Englanna herskarar hörpurnar skínandi stilla,
himnesku salina margradda tónarnir fylla,
lofgjörðar lag
láta þér hljóma í dag.
konunginn konunga hylla.

Hann, sem er skaparinn, hann, sem er lífgjafinn þjóða,
hann, sem var barnið í jötunni' og sinnti' ekki' um gróða,
hann, sem að dó,
hvíldina í Guði oss bjó,
lofum vorn lausnarann góða.

Tökum nú undir og tignum hinn lifandi Drottin,
tilbiðjum skaparann, sýnum öll þakklætis vottinn
líknandi lind,
lauga oss hreina af synd.
fyllingin frá þér er sprottin.


Höfundur lags: Þýskt lag
Höfundur texta: Steinunn Guðmundsdóttir