264 - Á hvíldardagsins helgri stund

Á hvíldardagsins helgri stund,
frá himnaríkis dýrðarlund
mót hjartans löngun ljósið skín,
sem lýsir braut uns ævin dvín.

Þar leikur friðar blær um brár,
en beisk ei þekkjast harmatár,
og hljómar þeir, sem hljóma þar,
í hérvist gefa trúnni svar.

Að una þar um alla tíð
við alskært ljós og blómin fríð,
er yndi það og unun há,
sem enginn tunga lýsa má.

Vor gleði þar í Guði hrein
Í gleymsku leggur jarðlífs mein.
Þar verður dásöm dýrðarvist
í Drottins borg með Jesú Krist.


Höfundur lags: J. E. Gould
Höfundur texta: Höf. ókunnur