260 - Þótt lítið eigi

Þótt lítið eigi af ljómandi gulli
og lítið hús mitt, uni ég vel.
Ég horfi lengra, til landsins vors ljúfa,
þar lífs míns auðlegð ég fólgna tel.

Á bak við fjöllin, þar bíður mín óðal.
Á björtu landi skín sólfögur borg.
Ellin er horfin, þar æskan er eilíf.
Við augum sindra hin gullnu torg.


Þó freisting næði, mig píni og prófi,
sem pílagrímur verði um sinn,
mér fellst ei hugur. Minn frelsari lifir
hann fær mér bústað, sem aðeins er minn.

Ég er ei fátæk, einmana' eða angruð.
Er aðeins gestur örskamma stund.
Ég þrái bústað frá kærleikans Kristi,
kórónu lífsins og hörpu í mund.


Höfundur lags: I. Stanphill
Höfundur texta: Björk