259 - Dýrðarsöngurinn

Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá,
það verður dásamleg dýrð handa mér.

Dásöm það er dýrð handa mér,
dýrð handa mér, dýrð handa mér,
er ég skal fá Jesú auglit að sjá,
það verður dýrð, verður dýrð handa mér.


Og þegar hann sem mig elskar svo heitt,
indælan stað mér á himni' hefur veitt,
svo að hans ásjónu' eg augum fæ leitt
það verður dásamleg dýrð handa mér.

Ástvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér.
Blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa mér.


Höfundur lags: C. H. Gabriel
Höfundur texta: Lárus Halldórsson