18 - Ó, heyr, mín sál
Ó, heyr, mín sál, hve söngur engla hljómar
Um sek og fallin jarðarskuggalönd.
Í gegnum villumyrkrin milt hann ómar:
Í miskunn Guð þér réttir friðarhönd.
Englar frá himnum helgustu ljóð
Hefja og syngja um jarðar myrka slóð.
Þeir syngja vegsemd Drottni allrar dýrðar,
sem dapran, spilltan heim er fæddur í
og klæddist vorum klæðum eymda´og rýðrar,
en klæðir oss í helgan skrúða´á ný.
Ó, syngjum með í lofsöngs helgum ljóðum.
Til lífsins hallar skal vor rómur ná.
Ó, færið lofsöng vorum Guði góðum,
er gæskuríkur son sinn lét oss fá.
Höfundur lags: W. F. Sherwin
Höfundur texta: David Östlund