257 - Ó, þegar ég
Ó, þegar ég með öðrum augum sé
aftur þau spor, sem hér á jörðu sté,
skil það, sem ekki skiljanlegt þá var,
skil, að mig trúr og góður hirðir bar.
Ó, þegar Jesú auglit fæ að sjá,
ósk mín og vonir rætast Guði hjá,
sem lítið barn mig leiðir hann við hlið
og lofar mig að skilja aldrei við.
Ó, þegar fæ ég heyrt hans hlýju raust,
hjá honum dvelja má ég endalaust.
Ó, þegar sjálfur segir Jesús mér,
sorgir hvers vegna oft mig beygðu hér.
Ó, þegar ég við æðri' og fegri sól
allt fæ að sjá, er húm og skuggi fól.
Ljóst mér þá verður, leitt að hafði sá
leiðina vel er þekkti byrjun frá.
Sjá þetta hér, mín sál, og dvel í trú
sæl við þá hugsun, bráðum rætast nú
ljúfustu vonir lífs og stillist þrá,
lífandi Guði býrðu sjálfum hjá.
Höfundur lags: A. C. Christensen
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir