251 - Nær mitt lífsstarf er endað

Nær mitt lífsstarf er endað,
til míns föðurlands ég fer.
Þá fyrst hin bjarta
morgunstjarna skín,
Jesú himneska náðarandlit
auga mitt þá sér.
Hann í elsku sinni
brosir ljúft til mín.

Ég mun sjá hann, ég mun sjá hann,
ó, hve sæll við hans hlið dvel ég þar.
Ég mun sjá hann, ég mun sjá hann
er þyrnikransinn bar.


Ó, sú dýrðlega gleði,
þegar Guðs börn öll þar sjást,
og með gleðisöngvum
lofa Jesúm Krist.
Ó, hvað hjarta mitt lofar þá
hans náð og undraást,
sem mér opnað hefur
paradísar vist.

Mína ástfólgnu vini mun
ég aftur þekkja vel,
fyrst af öllu þó
minn Jesúm skal ég sjá.
Undir skuggsælum aldintrjám
Í Eden þá ég dvel
hinum undurskæra
lífsins straumi hjá.

Gegnum himneska perluhliðið
leiðir hann mig ljúft
Í þá ljóssins borg
hvar næturmyrkrið dvín.
Blítt frá eilífðar himni
yfir dýrahafið djúpt,
Þar hin dásamlega
morgunstjarna skín.


Höfundur lags: J. R. Sweeney
Höfundur texta: Þýð. ókunnur