248 - Mig fýsir heim
Mig fýsir heim til föðurlandsins góða,
mig fýsir Drottinn minn að sjá,
því heimur ekkert hefur mér að bjóða
er hjartans geti fullnægt þrá.
Ég reisti mér í veröld vona – hallir
um veröld snerust þankar mínir allir,
en hjartað sagði löngum leitt á þeim.
Mig langar heim, mig langar heim.
Mig langar heim, mig langar heim,
mig langar heim, til föðurhúsa heim.
Mín löngun dregur mig til landsins góða,
mig langar heim, mig langar heim.
Mig langar heim, í ljúfum vona – draumi
ég lít mitt óðal blasa við.
Ég uni ei lengur heimsins háa glaumi,
ég heyri fegri söngva nið.
Minn hugur vill á vængjum upp sér lyfta,
og veraldlegum fjötrum burtu svipta,
hve létt og frjálst að losna úr viðjum þeim.
Mig langar heim, mig langar heim.
Mig langar heim frá jarðlífs striti og stríði
þar stendur hvíld til boða mér,
þar andar Drottins friðarblærinn blíði,
þar bústaður til reiðu er.
Í heimsins glysi fann ég tómleik tóman,
nú treysti' ég ekki framar á þann ljómann,
og hjartað kallar: lof mér, lof mér heim.
Mig langar heim, mig langar heim.
Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir