246 - Hve glaðlega

Hve glaðlega söngurinn himneski hljómar
í himnanna dýrðlega sal,
og Guðs barna söngurinn eilífi ómar
hér einnig sem bergmál í táranna dal.

Þar gullhörpur óma
í Guðs Paradís,
og Guðs englar syngja
þar dýrð, lof og prís.


Þar dunar sem voldugur vatnanna niður
hinn voldugi söngur hvern dag.
þar ríkir Guðs elska og eilífur friður,
þeir útvöldu syngja þar fagnaðarlag.

En himnesku söngvana syngja þeir einir
í sælunnar eílífu byggð,
í lausnarans blóði, sem hér urðu hreinir,
og himnanna konungi þjóna með dyggð.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli