245 - Hæst á gullnum

Hæst á gullnum glerhafsströndum
guðsmaðurinn standa sér
fríða sveit með hörpu í höndum,
Herrans nafn þar sérhver ber.
Þessir lúnir lífs á vegi
liðu sakir Meistarans,
nú á þráðum Drottins degi
dýran hljóta sigurkrans.

Ó, sú huggun, ó, sú gleði,
að vér skulum bráðum fá
syngja Móse söng og lambsins
sælu dýrðar landi á.


Þessir hafa hreinsun fengið,
heilagt fyrir Jesú blóð,
vandrataða vegirnn gengið,
varðveitt Drottins boðin góð.
Þótt hin stóra þrengin mæddi,
þessir héldu von og trú,
sárið hvert, er er sveið og blæddi,
Son Guðs, hefur læknað, þú.

Ó, sú huggun hrelldum, þreyttum,
Herrann skapar nýja jörð.
Þar í byggðum blómstur-skreyttum
búa vill með sinni hjörð.
Hvílík heill í lífshöfn lenda
litla eftir stundar bið,
sár er þraut og sorg á enda,
sólbjört eilífð tekur við.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir