244 - Hröðum styttist heim

Bak við fjöllin, þar bíða fögur lífsins lönd
og sú ljóssins borg, sem gerði Drottins hönd.
Er vér þreyttum fótum klífum fjallsins tind,
birtist frið skjól eilíft, þessi dýrðarmynd.

Hröðum styttist heim, hröðum styttist heim,
himins dýrðarljóminn allur blasir við,
sjá, hve dýrðin streymir út um himins hlið.
Innan stundar fögnum sælusölum þeim,
sönginn engla fyllum, næstum komin heim
næstum komin heim.


Fyrir löngu oss helgir menn því hermdu frá,
hversu gullin stræti þeirrar borgar gljá.
Fögrum jaspismúrum girt er himins höll,
héðan glöggt vér sjáum, hve hún ljómar öll.

Inn í borg þessa enginn maður óhreinn fer,
einir þeir, sem rétta breytni temja sér,
aðeins þar hin sigursæla sveitin fríð
syngur Guði lof og dýrð um alla tíð.

Viltu systir og bróðir, vera einn af þeim,
velja samfylgd barna Drottins þangað heim?
Þar sem kóngur dýrðarinnar krýnir þá
Krists menn alla‘ er sigurlaunin dýru fá.


Höfundur lags: J. R. Sweeney
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson