240 - Ég heyri undraóma

Ég heyri undraóma,
sem aldrei ei greindi fyrr
af hæstu hæðum berast
um himins opnar dyr,
því líkt sem allir englar
í óteljanda þröng
þar fylli himna hallir
við hástól Guðs með söng

Ó, unaðsfögru ómar,
Sem æðri vekið þrá.
Þú, söngur lífsins landa
og ljóssins Guði frá


Nú stillt með fró og friði
Þeir fylla mína sál
sem þaggi himna Herrann,
öll heimsins vandamál,
þá sterkt sem stormur geysi
við stór brims þrumugný
þeir fylla hæstu himna
við hástól Guðs á ný.

Þeir ómar fast mér fylgja
um furðu drauma sæ.
Mér virðist helst sem hafi
Þeir himins tónrofs blæ.
Í hjarta viðkvæmt vaknar
sú vonarríka þrá:
Ég sjálfur fái‘ að syngja
Þá söngva himnum á.


Höfundur lags: I. D. Sankey
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson