239 - Dýrðlega von

Dýrðlega von, er hátt í himinsölum
hugur minn lyftist yfir myrkan geim.
Hve þar er bjart, en dimmt í jarðardölum,
Drottinn þar sjálfur bíður öllum heim.

Heilagir englar hörpurnar slá,
himneskur friður æ skín af þeirra brá.


Dýrðlega von, er Drottinn sækir sína,
saman þá kallar heim frá neyð og sorg.
Dýrðlega von, er Guðs börn skulu skína
skært eins og stjörnur heima‘ í lífsins borg.


Höfundur lags: W. F. Sherwin
Höfundur texta: G. S.