238 - Dag einn mun ég sjá

Dag einn mun ég sjá
Drottinn himnum á,
dvelja fæ með englum hans.
Gefst mér gæfustund,
geng á Jesú fund, gleðst
mitt hjarta gullströnd á.

Ég mun sjá hann, ég mun brátt sjá hann
og þá syng ég óðinn eilífa: ,,Lof sé Jesús þér,
lífið gafstu mér. Lof og þökk um aldir þér“


Þar ei dagur dvín,
dýrðarbirta skín.
Þar ég krýp við fótskör hans,
sem mér veitti von,
vin minn, Guðs míns son,
sé ég þar um eilíf ár.

Ég mun Drottinn sjá
Dag einn himnum á.
Dauðinn burtu vikinn er.
Ekkert óttast þarf,
allt, sem fyrrum svarf,
nú sem draumur hverfur mér.


Höfundur lags: B. D. Ackley
Höfundur texta: Björk