16 - Ó, mildi Guð
Ó, mildi Guð, þig miklum vér.
Þinn mátt og vísdóm tignar jörð.
Og öll sú dýrð sem augað sér,
þér einum syngur þakkargjörð.
Í morgunroðans gullna glans,
Í geisladýrð um alla jörð
þú birtist hverju býli lands
og barna þinna sælli hjörð.
Þú hásöng knýrð frá hjarta manns
og hrifning vekur innst í sál.
Þá kalt er yfir kjörum lands,
þú kyndir norður ljósabál.
Þú vefur heim að hjarta þér
og hjúkrar því, er skortir þrótt.
Þín guðleg föðurelska er
hjá öllum bæði dag og nótt.
Höfundur lags: L. van Beethoven
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson