237 - Drottins vinir munu mætast
Drottins vinir munu mætast,
morgunsólin björt þar skín,
Edens blóm þar anga sætast,
öll vor sorg og mæða dvín.
Þar hjá lífsins ljúfa straumi,
svo langt frá heimsins
neyð og sorg og glaumi,
munum vér með drottni alla daga
þá dvelja í sælunnar vist.
Jesú ásýnd ljúf þar ljómar
líkt og vor sólbjört og hlý,
englasöngur hátt þar hljómar
himindýrðar sölum í.
Og í mildum morgunroða
munu Drottins vinir þá
paradísar pálma skoða,
perluhliðin opin sjá.
Þar til viðar sól ei sígur,
svalar enni ljúfur blær,
aldrei tár af auga hnígur,
enginn bölvun til vor nær.
Oss að leysa‘ úr dauðans dróma,
Drottinn gaf sinn eigin son.
Upp til hans í himinljóma
horfum vér í trú og von.
Höfundur lags: R. Lowry
Höfundur texta: Sigurbjörn Sveinsson