236 - Á jörðunni hér
Á jörðunni hér ekki heima ég á,
ég hef annað betra í vonum,
því mæni ég héðan í þögulli þrá,
ég þrái að vera hjá honum,
sem eilífan bústað mér býður.
Sem gestur og útlagi geng ég um hér,
það grípur mig óyndi löngum,
en trúin þá himneska heimkynnið sér,
mér harmatár þoma af vöngum,
og vonarsól skin gegn um skýin.
Hver er það, sem veitir mér huggun og hlíf
og hjálp til að þola og stríða?
Það hann er, sem fyrir oss láta vann líf,
svo létt yrði syndarans kvíða.
og vegur til Guðs ríkis greiddur.
Svo herði ég þá upp minn huga á ný
og held áfram göngunni minni,
minn frelsari heldur mér höndina í
og hjálpar með nærveru sinni,
og heim mig að lokum svo leiðir.
Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir