15 - Lofið vorn Drottin
Lofið vorn Drottin,
hinn líknsama föður á hæðum,
lofið hann allir
með söngvum og vegsemdar ræðum,
lofi hann sál,
lofi hann athöfn og mál,
gnótt hann oss veitir af gæðum.
Lofið vorn Drottin,
hann leiðir og verndar og styður,
leysir úr nauðum
og heyrir þess andvörp, er biður,
byggðir um lands
blessaðar ástgjafir hans
drjúpa sem dögg til vor niður.
Lofið vorn Drottin,
hann ávaxtar iðninnar sveita,
atvinnu synjar ei
þeim, er sér bjargræðis leita,
farsæld og frið
fulltingi, hjástoð og lið
öllum oss virðist hann veita.
Lofið vorn Drottin,
er englanna hersveitir hlýða,
hans eftir skipunum
stormar og eldingar bíða,
dýrð honum ber,
himinninn hástóll hans er,
jörðin hans fótskörin fríða.
Lofið vorn Drottin,
og takið með englum hans undir,
allir hann vegsamið
lífs yðar gjörvallar stundir,
hátt göfgið hann,
Herrann vorn Guð, sem oss ann,
allar hann lofið á lundir.
Höfundur lags: Þýskt lag
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson