224 - Að vera þinn
Að vera þinn, ó Jesús, hvað er hærra?
Hvort heimsins tign og auðæfanna prjál?
Nei, ekkert þekkist eilíflega stærra,
en endurleyst og Guði helguð sál.
Að vera þinn, ó, það er lífið sanna.
Já, það er himinborin gæfusýn.
Þú endurlausnar gjaldið allra manna,
ástkæri Jesús, ég er launin þín.
Þú endurlausnargjaldið allra manna
ástkæri Jesús ég er launin þín.
Að vera þinn, er lífsins lengir skugga,
og líður yfir dauðans hinsta nótt,
er ekkert til, sem þarf ég þá að ugga,
Því þú mér lýsir, himin kærleiksgnótt.
Að vera þinn í hæstum himinsölum
er hamingja, sem hér ei greina má.
Það gleymist allt frá dimmum jarðardölum
við dýrðarsöng og vegsemd Guði hjá.
Nei, ekkert, ekkert finnst í föllnum heimi,
er frið mér veitir eins og návist þín.
Í hjarta mínu himin þinn ég geymi,
og hann er æðsta þakkargjörðin mín.
Höfundur lags: Th. Holm-Glad
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson