222 - Ó lífsins Guð

Ó, lífsins Guð, mig langar til
að losna allar syndir við.
Já, til þess allt ég vinna vil.
Mig veikan styð, mig veikan styð.

Já, þvoðu Drottinn, sál og sinn,
Þótt sviða kosti‘ og táraföll.
Ó, hjartað ger og huga minn
sem hreina mjöll, sem hreina mjöll.


Að þessu stefnir þrá mín öll
og þetta markið trúin sér,
að verða hreinn, sem hreina mjöll,
ó, hjálpa til þess, Drottinn, mér.

Ég forðast allt hið illa vil,
allt óhreint, hverja mynd sem ber,
þó fyrr við heimsins hátt ei skil,
en hreinn ég er, en hreinn ég er.

Fyrst þá, ef hjartað hreinsað er
og Herrann Drottinn minn þar býr,
ég sýni‘ að nægir náðin mér,
hans náðin dýr, hans náðin dýr.


Höfundur lags: F. H. Byshe
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir