220 - Í dag er dýrmæt tíð

Í dag er dýrmæt tíð,
í dag er náð að fá,
vor Guð enn líknar lýð,
ef löstum víkur frá.
Kom, aðgæt, aumur þú,
þitt ásigkomulag,
og Krists í nafni nú
tak nýja stefnu' dag.

Sjá, lífs og líknarsól
enn ljómar yfir þér,
og sekri skepnu skjól
enn skautið náðar lér.
Ó, lít þín synda sár,
ó, sjá þinn eymdarhag,
þú veist ei nema nár
þú nefnist strax í dag.

Í Jesú faðm þú flý.
hann fús þér opnar sig,
og hafna hverju því,
er hefur svívirt þig.
Þú fær ei sælu' að sjá
með saurugt hjartalag
því vík nú vondu frá
á veginn Guðs í dag.

Enn hljóta hjörtun frið,
er Herrans miskunn þrá,
enn opnast himna hlið,
og hnoss er æðst að fá,
enn kemstu' ef keppir þú,
við Krist í samfélag
til boða næg er nú
þér náðin enn í dag.

Er linnir lífsins stund,
þér lokast himna dyr,
ef Krists ei komstu' á fund
með klökku hjarta fyr,
því bættu brátt þitt ráð,
og betrun eigi drag,
þigg Drottins dýrsta náð
í dag, í dag, í dag


Höfundur lags: Íslenskt lag
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson