219 - Hvert get ég syndum flúið frá?

Hvert get ég syndum flúið frá?
Fast inn að hjarta Guðs.
Hvar mun ég algert frelsi fá?
Fast inn við hjarta Guðs.

Ó, Jesús, sekum sendur,
sendur frá hjarta Guðs.
Halt mér, uns fullnast ferðin,
fast inn við hjarta Guðs.


Hvert get ég sorgum flúið frá?
Fast inn að hjarta Guðs.
Hvar mun ég huggun fulla fá?
Fast inn við hjarta Guðs.

Hvert get ég angist flúið frá?
Fast inn að hjarta Guðs.
Hvar mun ég sælan fögnuð fá?
Fast inn við hjarta Guðs.


Höfundur lags: C. B. McAfee
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir