217 - Ég gnægð hlýt af blessun

Ég gnægð hlýt af blessun ef geng með þér,
og glaður og opinn minn hugur er.
Að lifa þér Jesús, lausnari minn.
Hve létt er að ganga við arminn þinn.

Ó, Jesús Kristur kæri, ég kem í dag til þín,
þér vil svo feginn fylgja, þér fela skrefin mín,
þér gefa vitund vilja og verða aðeins þinn.
Til frelsis mér að fórn þig gafst, þér fylgi, Drottinn minn.


Að lifa þér, Jesús, mín löngun er
því líf þitt á krossinum gafst þú mér.
Þú synd mína barst, þinn kærleikur knýr.
Þér, Kristur, gef allt, sem að í mér býr.

Að lifa þér, Jesús, þá löngun finn,
því lífs hverja skyldu með gleði vinn.
Já, hvað sem að mætir, hvert sem ég fer
á krossferli mínum, ég treysti þér.

Að lifa, þér Jesús mín löngun er
að létta þeim sporið, sem þreyttur fer,
að sýna þeim veginn, sem villtan finn,
svo vermt hann sig geti við kærleik þinn.


Höfundur lags: C. H. Lowden
Höfundur texta: Björk