212 - Sannfærður næstum
"Sannfærður næstum." Sannleikans ljós,
sjáir þú, meðtak Jesús vort hrós.
Svo er sem sumir menn
sjái ei Jesú enn,
hugsi þeir hafi um síð
hentugri tíð.
"Sannfærður næstum." Hika ei hót.
Horf þú á Jesú, gakk honum mót.
Ljúflega laðar hann
lífs þreyttan ferðamann.
Ómar frá engla sveim:
Ó, kom þú heim.
"Sannfærður næstum." Sú kemur tíð
síðast, að heyrum dómsorðin stríð.
"Næstum" ei nytsemd ljær,
"næstum" er sama' og fjær.
Nálæg mun neyð og hrap,
"næstum" er tap.
Höfundur lags: P. P. Bliss
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli