13 - Lofið, lofið mannssoninn

Lofið, lofið mannssoninn, menn hér á jörðu,
mikla, víðfræg kærleik hans tunga hver.
Heiðrið Jesú, himneskar englasveitir,
heilagt Guðslamb fallinna syndir ber.
Yfir hættur öruggt hann sína leiðir,
úr hans faðmi slíta þá neinn ei kann.

Lofið Drottin, Guðs börn, með gleðisöngvum,
göfgið, tignið, lofið um eilífð hann.


Lofið, lofið mannssoninn menn hér á jörðu,
mannsins vegna þoldi hann smán og deyð.
Hann er bjargið, bifast sem aldrei getur,
bestur vinur, stærst þegar mætir neyð.
Heiðrið Jesú, hann er vor raunabótin,
hirðir sá, er tapaða sauðinn fann.

Lofið, lofið mannssoninn menn hér á jörðu,
mönnum búið hefur hann verustað.
Dýrðarinnar Drottinn við ríki tekur,
degi þessum sjáum vér líða að.
Heiður, vegsemd veitist um aldaraðir
vini þeim, er leysti út syndarann.


Höfundur lags: C. G. Allen
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir