207 - Jesús kallar: Þreyttir, þjáðir

Jesús kallar: "Þreyttir, þjáðir
þið sem eruð, komið hér.
Mínir ástar-armar báðir
opnir standa móti þér."
Jesús kallar: "Hörmum hrjáðir
huggun næga fá hjá mér."
Jesús kallar: "Hörmum hrjáðir
huggun næga fá hjá mér."

Jesús kallar: "Syndum særða
sál, þér gef ég nægan frið;
ef þú vilt með hjartað hrærða
höfði drúpa kross minn við
þá mun hyggjan náðar nærða
nýjan fögnuð kannast við.
Þá mun hyggjan náðar nærða
nýjan fögnuð kannast við."

Jesús kallar: "Hlýir hljómar
hvísla guðlegt friðarmál,
hvar sem geisli lífsins ljómar
leiðin þótt sé myrk og hál."
Náðarrödd hans endurómar
inn í hverja þreytta sál.
Náðarrödd hans endurómar
inn í hverja þreytta sál.


Höfundur lags: W. B. Bradbury
Höfundur texta: Sveinbjörn Björnsson