204 - Flý upp á frelsunartindinn

Flý upp á frelsunartindinn
frá því, sem sem vinnur þér mein.
Þar er Guðs lífs svala lindin,
laug þinnar sálar svo hrein.
Morðinginn mein vill þér gera,
meistarinn hjá þér mun vera,
hræddan á höndum sér bera,
ó, þig, sem ert þreyttur af synd.
Já, þig, sem ert þreyttur af synd.

Hann vill um eilífð þig annast,
ástríkur þerra hvert tár,
við þig sem vininn sinn kannast,
vernda um komansi ár.
Flýt þér, því dagsljósið dvínar,
dvel ei við áhyggjur þínar.
Jesús bar þrautirnar þínar,
og þerrar hvert einasta tár.
Já, þerrar hvert einasta tár.


Höfundur lags: Lag frá Spáni
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson