199 - Ó, Herra Jesús, hjá oss ver

Ó, Herra, Jesús, hjá oss ver,
því heims á vegum dimma fer,
þitt orða ljósið lát oss hjá
með ljóma hreinum skinið fá.

Þótt ill sé tíðin og öldin spillt,
lát oss, þinn lýð, ei fara villt,
en hjá oss ætíð haldast orð
og helga skírn og náðarborð.

Ó, Kristur, þína kirkju styð,
þótt kuldi' og svefn oss loði við,
og kenning þinni götu greið,
um gjörvöll löndin hana breið.

Það náði, Guð, þín miskunn mild,
hvað margir kenna' að eigin vild
og hærra meta hugboð sitt
en heilagt sannleiks orðið þitt.

Ei oss ber heiður, heldur þér,
en heiður þinn, ó Jesús er,
að sigri haldi hjörðin sú,
er heiðrar þig með réttri trú.

Þitt heilagt orðið heims í nauð
sé, Herra kær, vort daglega brauð,
oss leiðsögn holl um harmadal
og himins inn í gleðisal.


Höfundur lags: Þýskt lag
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson