193 - Heilaga ritning
Heilaga ritning, himin ljósið bjarta,
huggandi leiðarstjarna ferðamanns.
Stormar þig fá ei falið neinu hjarta,
fyrst Jesús kom að leita syndarans.
Heilaga ritning, lífs og sannleiks saga,
sól þín mér lýsa þrönga veginn skal,
sameinar skyldur, loforð, elsku, aga,
uns lífsins morgunn hjúpar táradal.
Heilaga ritning, hjartað þegar blæðir,
hrellingar synda túlka dauðans vei.
Frelsarans orð þá huggar, gleður, græðir,
Guðson í trú ég sé og hugrór þrey.
Heilaga ritning, leiðarljósið manna,
lýsir mér yfir hverja vega þraut.
Sortanum eyðir lífsins ljósið sanna,
lampinn sá eini vísar friðar braut.
Heilaga ritning, ó dauðleikans lampi,
lýsir upp hina köldu, dimmu gröf.
Frá perluhliðum himins glæstur glampi
gyllir storm vakin tímans reginhöf.
Höfundur lags: E. S. Lorenz
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson