190 - Blessuð kæra bókin mín
Blessuð kæra bókin mín,
blöðin slitnu, gömlu þín,
minna títt á sæla löngu liðna tíð.
Mig í anda oft ég sé,
ungan svein við móður kné.
Mér þá kenndi móðir Orðið, mild og blíð.
Orðin þín, orðin þín,
móðurgjöfin, blessuð gamla bókin mín!
Einatt hafa böl mitt bætt
blöð þín slitin, tárum vætt.
Þú, mitt kæra leiðarljós á lífsins braut.
Las hún þar um mikla menn,
menn, sem hæstir gnæfa enn:
Drenginn Jósef, Drottins mesta dyggða ljós,
Drottins vininn Daníel,
Davíð kóng, sem barðist vel,
hetjur Guðs, sem allra tíma unnu hrós.
Las hún þar um Lausnarans
líf og verk og elsku hans,
er hann lagði blessun yfir börnin smá.
Um hans kvalir, kross og sár,
kyssti mig og þerrði tár.
Vegna þín hann varð að deyja, sagði' hún þá.
Um þá löngu liðnu tíð
lifir minning sæl og blíð,
leitt mig hefur blessuð gamla bókin mín.
Hjartkærast enn það er allt
sem hún mamma kenndi mér.
Móður minnar Guð: Ég elska orðin þín.
Höfundur lags: C. D. Tillman
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson